top of page

Við bjóðum gesti velkomna frá 4 á innritunardegi. Við leggjum okkur fram við að taka persónulega á móti hverjum og einum og vísum til herbergis eftir að við höfum sýnt sameiginlegu aðstöðuna. Þeir gestir sem hafa áhuga geta fengið ábendingar um staði sem gaman er að skoða í nágrenninu og veitingastaði í Vík og nágrenni. Hjá okkur eru 4 herbergi sem samtals taka 10 manns í gistingu.  Gestir okkar deila afnotum af tveim baðhergjum með salerni og sturtu sem er staðsett er á neðri hæðinni og einu salerni á efri hæðinni.

Eldhúsaðstaðan er sameiginleg og hentar til að útbúa morgunmat og léttar máltíðir. 

Yfir vetrartímann, u.þ.b. nóvember til júní, eru kindur og hesta á húsi sem við gefum kvölds og morgna. Gestir eru velkomnir með í fjárhúsin að heilsa uppá dýrin okkar. Hundarnir okkar, Mía, Pjakkur og Bjartur fylgja okkur oftast, þeir eru sérlega vinalegir og áhugasamir um að heilsa uppá alla gesti. Þeir eru yndislegir þegar fólk hefur gaman af hundum en geta verið yfirþyrmandi og þessvegna er gott að láta vita og við getum passað að hundarnir haldi sig frá. 

Ef gestir dvelja fleiri en eina nótt er hægt að óska eftir auka herbergisþrifum og handklæðaskiptum. Á brottfarardegi er útritun klukkan 12

Prestshús 2 sveitagisting

bottom of page